07 December, 2013

Hnetur daglega minnka dánarlíkur


Að borða eina lúku af hnetum á dag getur minnkað dánarlíkur vegna krabbameins og hjartasjúkdóma um fimmtung samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin sýndi fram á að því oftar í viku sem fólk borðaði því minni dánartíðni var yfir 30 ára tímabil. Daglegur skammtur af hnetum lækkaði dánarlíkur tengdar hjartasjúkdómum um 30%, og krabbameini um 11%. Einstaklingarnir sem borðuðu hnetur voru grennri en þau sem gerðu það ekki, einnig voru þau minna líklegri til að reykja og borða kartöfluflögur, meira líklegri til að hreyfa sig og borða ávexti og grænmeti. Allir þessir þættir voru útilokaðir við gerð rannsóknarinnar. Dánarlíkurnar lækkuðu eftir því sem hnetur voru borðaðar oftar í viku.

Hérna má lesa meira um rannsóknina.