13 February, 2013

Fólat inntaka og líkur á einhverfu

Enn og aftur hefur komið í ljós hversu mikil áhrif neysla fólats hjá mæðrum á meðgöngu getur haft góð áhrif á fóstrið. Í nýrri rannsókn (birt í tímaritinu Journal of the American Medical Association) kom fram að ef mæður taka fólat sem fæðubót bæði fyrir meðgöngu og á meðan henni stendur þá eru 40% minni líkur á að barnið muni greinast síðar með einhverfu. 

Í þessari rannsókn sem hér er sagt frá, þá hafði það mestu áhrifin þegar mæðurnar voru byrjaðar að taka fólat í töfluformi fjórum vikum fyrir getnað. Engin tenging fannst ef fólat var tekið um miðja meðgöngu og ekki fannst heldur nein tenging við vægari greiningar af einhverfu eins og Asperger. En hérna má lesa meira um í hvaða fæðutegundumr fólat er að finna og hversu mikið er mælt með að neyta á dag.

Tengt efni