18 January, 2013

Ber geta lækkað áhættu á hjartaáföllum hjá konum

Nýleg rannsókn sem var framkvæmd í Harvard háskólanum gefur til kynna að konur sem borða þrjá eða fleiri skammta í viku af bláberjum eða jarðaberjum geti lækkað hjá sér áhættuna að fá hjartaáfall. Berin innihalda tegund flavenóíða sem kallast anthocyanins sem er talið geta hjálpað hjartanu að auka blóðflæði. Rannsóknin sýndi að þær konur sem borða mest af bláberjum og jarðaberjum eru 34% minna líklegri til þess að fá hjartaáfall en þær konur sem borða berin einu sinni í mánuði eða sjaldnar.

Þetta er bara ein af fjölmörgum rannsóknum sem sýnir góð tengsl á milli neyslu ávaxta og/eða berja við hjarta- og æðasjúkdóma. En svona upplýsingar eru mjög mikilvægar þar sem hjartasjúkdómar eru helsta dánarorsök kvenna og hjartaáföll kvenna geta verið mun alvarlegri en hjá körlum.


Tengt efni