22 June, 2012

Neysla vatns í stað gosdrykkja getur lækkað áhættu á sykursýki 2

Samkvæmt faraldsfræðilegri rannsókn frá Harvard þar sem konum var fylgt eftir í meira en áratug, kom í ljós að konur sem drekka hreint vatn í stað sykraðra drykkja hafa lægri áhættu að þróa með sér sykursýki 2. Neysla á sykruðum drykkjum eins og á gosi og ávaxtasöfum hækkaði líkur á sykursýki 2 um 10% fyrir hvern bolla sem er drukkinn á dag. Þessar líkur minnka svo talsvert ef drukkið er vatn í staðinn. Niðurstaðan gefur samt ekki til kynna að með því að drekka vatn sé hægt að koma í veg fyrir sykursýki 2 heldur að með því að drekka vatn í stað sykraðra drykkja sé hægt að minnka líkur á sjúkdómnum. Magn vatnsins sem konurnar drukku virtist ekki hafa áhrif á útkomuna.