07 June, 2012

Fólat inntaka mæðra getur minnkað áhættu á krabbameini barna

Fólat er mjög mikilvægt vítamín og þá sérstaklega fyrir konur á barneignaaldri eins og lesa má um hér.

Ný faraldsfræðileg rannsókn gefur til kynna að fólat sem fæðubót geti minnkað áhættu á tveimur gerðum krabbameina sem herja á börn. Það er að segja ef mæður taka inn fólat í töfluformi meðan þær eru ófrískar, þá eru minni líkur á að börn þeirra fái þessar tvær tegundir krabbameina. Tilfelli æxlis sem er að finna í taugakerfinu (primitive neurodectodermal tumors) minnkar um 44% og tilfelli Wilms æxlis (nýrna krabbamein), minnkar um 20%.

Að sjálfsögðu þarf að rannsaka þetta enn betur áður en fullyrðingar eru gefnar út en þessi rannsókn sýnir allavega vísbendingu til þess að mikilvægi fólats sé miklu meira en vitað er í dag og framtíðarrannsóknir munu án efa halda áfram að sýna fram á enn fleiri kosti þessa vítamíns.


Tengt efni