04 May, 2012

Saltmagn skyndibitafæðis er mest í Bandaríkjunum

Nýleg rannsókn var gerð til að bera saman salt innihald hjá nokkrum skyndibita keðjum í 6 löndum. Eins og kemur fram í rannsókninni, þá getur aukin saltneysla aukið blóðþrýsting og á Vesturlöndunum kemur meira en einn þriðji af saltneyslu úr unnum matvælum. Skyndibitafæði á það til að innihalda meira salt en annar matur og er einnig orkumeiri, með meira af mettaðri fitu og inniheldur færri næringarefni.

Í rannsókninni var borið saman saltinnihald í mat frá Burger King, Dominos, KFC, McDonalds, Pizza Hut og Subway í Ástralíu, Kanada, Frakklandi, Nýja Sjálandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að kjúklingamáltíðir innihéldu að meðaltali mesta saltinnihaldið eða 1,6 g af salti fyrir hver 100 g af máltíð og salötin innihéldu minnsta saltmagnið eða 0,5 g af salti fyrir hver 100 g af máltíð. Landið sem hafði mest salt í hverri máltíð var svo Bandaríkin. Til dæmis, þá innihélt svokölluð Chicken McNuggets réttur frá McDonalds 2,5 sinnum meira salt í Bandaríkjunum en í Bretlandi. Við samanburð á fyrirtækjunum, þá innihélt til dæmis samloka frá Pizza Hut 70% meira salt að meðaltali en frá Subway.

Hérna er hægt að lesa meira um rannsóknina. Það væri áhugavert að bera saman saltinnihald frá þessum skyndibitakeðjum á Íslandi við hin löndin ef þær upplýsingar eru til staðar.