21 April, 2012

Skyndibitafæði getur aukið líkur á þunglyndi

Samkvæmt nýrri rannsókn sem kom út í mars 2012, þá er tenging á milli neyslu skyndibitafæðis (hamborgarar, pylsur og pizzur) og bakarísfæðis (muffins, kleinuhringir og fleira) við áhættuna að þróa með sér þunglyndi. 

Það voru tæplega 9000 þátttakendur sem tóku þátt og rannsóknin stóð yfir í 6 ár. Niðurstöðurnar sýna að neytendur skyndibitafæðis eru 51% líklegri að þróa með sér þunglyndi. Áhættan verður líka meiri því oftar sem skyndibitafæðisins er neitt. Þannig að allt er gott í hófi.

Hérna má finna meiri upplýsingar um rannsóknina.