21 April, 2012

Heilsa í öllum stærðum (Health At Every Size, HAES)

Það eru samtök sem byggja á þeirri hugmyndafræði að hegðunar- og lífstílsbreytingar skipta meira máli en að léttast fyrir fólk sem er of þungt eða of feitt. Samtökin vilja því breyta fókusnum úr þyngdarstjórnun í heilsustjórnun. Þessi samtök kallast "Health At Every Size".

Þyngdartap hefur þau áhrif að blóðfitur og blóðþrýstingur lækka en það hafa líka hegðunarbreytingar sem fela í sér bætt mataræði og hreyfingu. Þannig að mikilvægara er að beina athyglinni á að laga hegðun þar sem sönnunarbyrðin er sterkari að þannig breytingar bæti heilsu. Þyngdin sjálf er ekki hegðun og er þess vegna ekki gott viðmið fyrir hegðunarbreytingar.

Þanig að þeirra skilaboð eru = "Focus on health, not weight"

Hérna má sjá meira um þeirra rannsóknir og hér er heimasíða þeirra.